Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. janúar 2005 Heilbrigðisráðuneytið

WHO ályktar um áfengismál

Víðtæka samstaða varð um ályktunina sem reyndi mjög á útsjónasemi formanns framkvæmdastjórnar WHO, Davíðs Á. Gunnarssonar, en á honum hvíldi að leiða saman fulltrúa þjóða sem í byrjun fundar héldu fram afar mismunandi sjónarmiðum. Eru aðildarríkin hvött til þess í ályktuninni að setja sér áætlanir sem miðast við að draga úr neikvæðum afleiðingum áfengisneyslu og þeim félagslegum afleiðingum ofneyslu áfengis, að skapa víðtæka samstöðu um að draga úr ofneyslu áfengis og að veita WHO stuðning í viðleitni sinni við að draga úr skaðlegum afleiðingum áfengisneyslu.

Ályktun framkvæmdastjórnar WHO

Ályktun um áfengismál



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum