Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. janúar 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Skýrsla landlæknis um fóstureyðingar

Út er komin skýrslan Fóstureyðingar 2003 hjá landlæknisembættinu, byggð á skrá embættisins um fóstureyðingar á Íslandi þar sem færðar eru upplýsingar um tiltekin ópersónugreinanleg skráningaratriði. Frá og með árinu 2001 hefur fóstureyðingum meðal stúlkna undir tvítugu farið fækkandi. Fæðingatíðni hefur einnig farið lækkandi í sama aldurshópi. Á sama tíma hefur sala á neyðargetnaðarvörn aukist. Í samantekt skýrslunnar kemur fram að árið 2003 var framkvæmd 951 fóstureyðing hjá konum með lögheimili á Íslandi. Sé miðað við fjölda kvenna á barneignaraldri 2001–2003 voru framkvæmdar að meðaltali 14,8 fóstureyðingar á ári fyrir hverjar 1.000 konur. Þessi tala hefur verið svipuð frá árinu 1996. Meðalfjöldi fóstureyðinga á sama tímabili fyrir hverja 1.000 lifandi fædda var 229,4. Nánar er sagt frá þessu á heimasíðu landlæknis.


pdf-takn Fóstureyðingar 2003...



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum