Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. febrúar 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Aukafjárveiting til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO)

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, um sérstakt framlag til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Stofnunin bað í upphafi árs aðildarþjóðirnar um aukafjárveitingu vegna náttúruhamfaranna við Indlandshaf. Aukafjárveitingin nemur 10 milljónum króna og er framlagið í samræmi við það sem aðrar Norðurlandaþjóðir hafa lagt fram vegna beiðni WHO um aukafjárveitingu.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum