Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. apríl 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Samið um lægra lyfjaverð í smásölu

Í árslok 2006 ætti smásöluverð lyfja hér á landi að verða svipað og það sem gengur og gerist í nálægum löndum og er þá einkum horft til verðs í Danmörku og í Finnlandi. Lyfjagreiðslunefnd og fulltrúar smásala hafa samið um nýjar álagningareglur sem taka gildi 1. maí næst komandi sem lækka eiga álagningu í lyfjaverslunum og samkvæmt því sem samið var um á smásöluverðið að verða svipað og í Danmörku og Finnlandi eins og áður segir. Samkomulagið tekur til lyfseðilsskyldra lyfja. Páll Pétursson, formaður lyfjagreiðslunefndar, hefur látið hafa eftir sér að hann búist við að samkomulagið hafi í för með sér umtalsverða verðlækkun þegar það verði að fullu komið til framkvæmda.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum