Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. apríl 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Sérhver móðir – sérhvert barn

Í tilefni Alþjóðaheilbrigðisdagsins, 7. apríl 2005, verður efnt til morgunverðarfundar undir kjörorði dagsins Sérhver móðir – sérhvert barn (Make every mother and child count). Morgunverðarfundurinn verður á Nordica hótelinu kl. 08:15 til 10:00, fimmtudaginn 7. apríl (í sal H). Á fundinum verður fjallað um heilsufar mæðra og barna hérlendis og í alþjóðlegu samhengi og fjallað um þá félagslegu þætti sem hafa áhrif á heilsufar mæðra og barna. Að loknum stuttum framsöguerindum verður efnt til umræðna og fyrirspurnum svarað. Fundurinn er haldinn á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, Landlæknisembættisins, Heilsugæslunnar í Reykjavík, Lýðheilsustöðvar, og Landspítala - háskólasjúkrahúss.

 Alþjóðaheilbrigðisdagurinn - dagskrá

 

Sjá nánar:  http://www.who.int/world-health-day/2005/en/

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum