Hoppa yfir valmynd

Frétt

12. apríl 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Lágt nýgengi HIV smits

Í nýjasta tölublaði Farsóttarfrétta sóttvarnarlæknis (1. árgangur 3. tbl. Apríl 2005) kemur fram að árið 2004 hafi einungis greinst fimm manns með nýsmit af völdum HIV og hafa ekki greinst jafnfáir með HIV-sýkingu í fimmtán ár. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hefur verið tilkynnt um tvö tilfelli HIV-smits hér á landi og spyr sóttvarnarlæknir hvort raunverulega sé að draga úr HIV-smiti hér á landi. Aftur á móti er bent á að því fari víðs fjarri að alnæmisfaraldurinn sé í rénun á heimsvísu. Teikn séu á lofti um að útbreiðsla HIV-smits meðal áhættuhópa sé aftur að aukast hjá nágrannaþjóðum okkar. Því sé mikils um vert að viðhalda góðum árangri sem náðst hafi hér á landi við að hefta útbreiðslu HIV-smits með öflugu fræðslustarfi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum