Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. apríl 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Dómnefnd í skipulagssamkeppni LSH

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað dómnefnd í skipulagssamkeppni til undirbúnings deiliskipulagi á lóð sem ætluð er fyrir Landspítala - háskólasjúkrahús (LSH) við Hringbraut. Formaður nefndarinnar er Ingibjörg Pálmadóttir. Fulltrúar LSH eru Jóhannes M. Gunnarsson, forstjóri og Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri skrifstofu tækni og eigna. Fulltrúi Háskóla Íslands er Stefán B. Sigurðsson, forseti Læknadeildar. Af hálfu Arkitektafélagi Íslands sitja í nefndinni arkítektarnir Málfríður Klara Kristiansen og Steinþór Kári Kárason. Fulltrúi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins er Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri. Framkvæmdasýsla ríkisins og skrifstofa tækni og eigna á LSH verða dómnefndinni til aðstoðar í störfum hennar. Jafnframt munu arkitektarnir Ásdís Ingþórsdóttir og Gíslína Guðmundsdóttir, starfsmenn Framkvæmdasýslu ríkisins, verða ritarar dómnefndar. Dómnefndinni er ætlað að skila ráðherra niðurstöðum sínum þann 30. september nk.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum