Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. apríl 2005 Dómsmálaráðuneytið

Ráðuneytið mun vinna úr tillögum aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur hug á því að vinna úr þeim tillögum sem aðgerðahópur gegn kynbundnu ofbeldi lagði fram og hefur tilkynnt allsherjarnefnd alþingis um þau áform sín.

Hinn 13. apríl síðastliðinn átti dóms- og kirkjumálaráðherra fund með fulltrúum aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi, en hópurinn hafði í marsmánuði sent ráðuneytinu erindi og tillögur um aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Þar er meðal annars lagt til að unnið verði að heildarendurskoðun kynferðisbrotakafla hegningarlaga og lagt til að kynferðisbrot gegn börnum sæti ekki fyrningu. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur hug á því að vinna úr þeim tillögum sem hópurinn lagði fram og hefur í dag tilkynnt allsherjarnefnd alþingis um þau áform sín, en nefndin hefur nú meðal annars til meðferðar frumvarp til breytingar á almennum hegningarlögum og snertir fyrningarfrest kynferðisbrota gegn börnum.

Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
23. apríl 2005



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum