Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. júní 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Lyfsöluleyfi í Vestmannaeyjum

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gerir ekki athugasemdir við rekstur lyfjabúðar á Strandvegi 28 í Vestmannaeyjum, en Hildur Steingrímsdóttir, lyfjafræðingur, sótti um lyfsöluleyfi vegna fyrirhugaðs reksturs lyfjabúðar Lyfs og heilsu á staðnum. Umsóknin er að mati ráðuneytisins í samræmi við lög og reglugerðir og var hún send Bæjarstjórn Vestmannaeyja og Lyfjastofnun til umsagnar þar sem um nýtt lyfsöluleyfi er að ræða. Umsögn Bæjarstjórnar liggur fyrir og samþykkir hún fyrir sitt leyti rekstur lyfjabúðar á tilgreindum stað og gerir ráðuneytið ekki athugasemdir við rekstur lyfjabúðar að Strandvegi 28, að því tilskildu að fyrir liggi yfirlýsing Lyfjastofnunar, sbr. ákvæði 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 426/1997 um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir. Þegar umrædd yfirlýsing berst verður lyfsöluleyfið gefið út.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum