Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. júní 2005 Heilbrigðisráðuneytið

TR og Háskóli Íslands semja um kennslu og rannsóknir

Háskóli Íslands og Tryggingastofnun ríkisins hafa gert samning sem hefur það að markmiði að efla kennslu og rannsóknir í almannatryggingarétti. Lögð er í samningnum áhersla á lífeyristryggingar í þessu sambandi. Samningurinn byggist samstarfssamkomulagi sem gert var milli Háskóla Íslands og Tryggingastofnunar ríkisins 2002. Samningurinn sem undirritaður var í dag er fyrsti samningurinn sem lagadeild Háskóla Íslands gerir við stofnun utan Háskólans.

Nánar á heimasíðu TR: http://www.tr.is/

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum