Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. júní 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Dregur úr sjálfsvígum

Dregið hefur marktækt úr sjálfsvígum s.l. þrjú ár borið saman við þrjú árin á undan. Almennt hefur dregið úr sjálfsvígum, en sérstaklega í yngstu aldurshópum karla. Þetta koma fram á blaðamannafundi Landlæknisembættisins þar sem tölurnar voru kynntar. Við sama tækifæri var kynnt staða verkefnisins Þjóð gegn þunglyndi, sem hleypt var af stokkunum 16. júní 2003, en undanfarin ár hefur Landlæknisembættið haft umræður um þunglyndi á forgangslista sínum. Miðað við eitt hundrað þúsund íbúa tóku 12,8 af hundraði karla líf sitt á tímabilinu 1911 til 1940. Þetta hlutfall var komið í 18,1 þegar miðað er við tímabilið 1971 til 2000 á meðan hlutfall kvenna sem tók líf sitt m.v. sömu forsendur var, og hefur verið, um fimm af hundraði að meðaltali ár hvert. Í frétt frá Landlæknisembættinu segir um tíðni sjálfsvíga ungra karla: “Sjálfsvígum karla yngri en 24 ára fækkaði um meira en helming á árunum 2002–2004 borið saman við árin 1999–2001. Sjálfsvíg voru að meðaltali 13,8 á hverja 100.000 íbúa í þessum aldurshópi á síðustu þremur árum, en voru að meðaltali 29,6 á ári þrjú árin þar á undan, 1999–2001.”

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum