Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. júlí 2005 Dómsmálaráðuneytið

Í tilefni af áliti umboðsmanns Alþingis

Í tilefni af áliti umboðsmanns Alþingis vegna dvalarleyfisumsóknar Úkraníumanns, sem dvaldist hér á landi um ríflega eins árs skeið með dvalarleyfi námsmanns, vill ráðuneytið taka fram:

Fréttatilkynning
24/2005

Í tilefni af áliti umboðsmanns Alþingis vegna dvalarleyfisumsóknar Úkraníumanns, sem dvaldist hér á landi um ríflega eins árs skeið með dvalarleyfi námsmanns en var hafnað um framlengingu dvalarleyfis með úrskurði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins á síðasta ári vill ráðuneytið taka fram:

  • Umboðsmaður leggur oftar en einu sinni áherslu á, að álit hans snúi eingöngu að málinu eins og það horfði við ráðuneytinu þann 28. október 2004, þegar brottvísun var ákveðin, en ekki sé litið til þeirra aðstæðna og atvika sem áttu sér stað í samskiptum Úkraníumannsins og stjórnvalda eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp. Ráðuneytið vill upplýsa, að umrædd „atvik og aðstæður" snúa að ætluðum vörslum viðkomandi einstaklings á heróíni, sem fannst í fórum hans við brottvísun. Tilmæli umboðsmanns um frekari athugun á þessu máli verður að skoða í þessu ljósi.
  • Umboðsmaður telur, að verulegur vafi leiki á því, að brotaferill mannsins, eins og hann horfði við ráðuneytinu 28. október 2004, hafi verið nægur grundvöllur fyrir þeirri ályktun, að sérstök ástæða væri til að óttast, að hann myndi fremja refsiverðan verknað hér á landi. Sú ályktun ráðuneytisins er óhögguð og styrktist við brottvísun mannsins.
  • Umboðsmaður bendir á, að sérstaklega hefði átt að kanna, hvort framfærsla Úkraínumannsins hér á landi hafi verið tryggð. Hefur dóms- og kirkjumálaráðuneytið þegar unnið að breytingum á meðferð umsókna að þessu leyti í samvinnu við Útlendingastofnun. Leiðbeinandi ábendingar umboðsmanns um verklag o.fl.verða hafðar til hliðsjónar við frekari framkvæmd útlendingalaga.
     

 

Reykjavík 8. júlí 2005

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum