Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. ágúst 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Slys á öldruðum - nýjar tölur frá landlækni

Á vef Landlæknisembættisins er komin út skýrslan Slys á öldruðum 2003 sem byggð er á gögnum Slysaskrár Íslands og slysadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss. Fram kemur að árið 2003 leituðu 1.835 einstaklingar 65 ára og eldri til slysadeildar LSH, 47 af hverjum 1.000 körlum yfir 65 ára aldri og 59 af hverjum 1.000 konum í sama aldurshópi. Fall var algengasta orsök áverka hjá öldruðum og hjá þriðjungi aldraðra voru afleiðingarnar einhvers konar beinbrot. Í skýrslunni segir m.a. að vegna hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra muni slys í elstu aldurshópununum fjölga á næstu áratugum nema gripið verði til markvissra forvarna. Tilgangur skýrslunnar hafi verið að kanna umfang slysa hjá fólki eldra en 65 ára á Íslandi, meta eðli slysanna og afleiðingar þeirra. Mikilvægt sé að nýta niðurstöður hennar til að efla forvarnarstarf og stuðla að fækkun slysa hjá eldri borgurum, betri heilsu þeirra og því að þeir geti stjórnað lífi sínu og athöfnum á eigin heimili sem lengst.

Skýrslan Slys á öldruðum 2003 er birt í heild sinni á heimasíðu landlæknisembættisins.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum