Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. september 2005 Innviðaráðuneytið

Fundur samgönguráðherra Norðurlandanna í Vejle

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra átti fyrr í vikunni fund með samgönguráðherrum Norðurlandanna í Vejle í Danmörku.

Ráðherrarnir á góðri stundu. Frá vinstri Flemming Hansen, Sturla Böðvarsson, Ulrika Messing, Petras Cesna og Runar Karlsson
Norranu_samgonguradherrarnir_i_Koben_agust_05

Á fundinum bar hæst umræða um umferðaröryggi og ríkti einhugur meðal ráðherranna um að umferðaröryggismál skyldu áfram vera forgangsmál. Möguleikar sem ný tækni gæti fært okkur í baráttunni gegn dauðsföllum í umferðinni voru ræddir, en miklar vonir eru til dæmis bundnar við svokallaða ökuhraðagreind (e. speed adopter) í bílum, sem aðvarar bílstjórann aki hann yfir leyfilegum hraða. Einnig var rætt um notkun svokallaðra áfengislása, sem ætlað er að koma í veg fyrir að bílstjóri sem innbyrgt hefur áfengi geti ekið bíl.

Þá báru ráðherrarnir saman bækur sínar um fjármögnun samgöngumannvirkja og gjaldtöku fyrir notkun þeirra.

Framtíð ráðherrasamstarfsins eftir 1. janúar 2006 var einnig rædd, en ákveðið hefur verið að framvegis verði samstarf ráðherrana ekki undir merkjum Norrænu ráðherranefndarinnar heldur alfarið í höndum ríkjanna sjálfra.

Að síðustu voru lagðar línur fyrir samstarf við baltnesku samgönguráðherrana vegna hagsmunatengsla þeirra við norrænu ríkin.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum