Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. september 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Ársfundur SHA - samstarf við Landspítala aukið

Ársfundur Sjúkrahússins og heilsustöðvarinnar á Akranesi (SHA) var í gær, en við það tækifæri gerðu SHA og Landspítali samning um áframhaldandi og aukið samstarf. Á ársfundinum undirrituðu forsvarsmenn SHA og Landspítala – háskólasjúkrahúss samstarfssamning sem hefur að markmiði að auka samstarf SHA og LSH í heilbrigðisþjónustu, kennslu og rannsóknum. Eru í honum skilgreind þau verkefni sem samningsaðilar ætla að leysa sameiginlega, kveðið er á um skipulag og þróun samstarfsverkefna, hvernig menn bera sig að við að víkka út og efla samstarfið og hver ber ábyrgðin á tilteknum þáttum samkomulagsins. Til að stuðla að styttingu biðlista áforma sjúkrahúsin sem dæmi að hafa samstarf á sviðum þar sem brýnt er talið að stytta biðlista. Stofnanirnar vinna nú þegar í saman á nokkrum sviðum og stefnt er að því að semja um aðra þætti, m.a. í krabbameinslækningum, geðheilbrigðisþjónustu, myndgreiningarþjónustu, meinefnafræði og kvensjúkdómum. Fyrsti samningurinn verður væntanlega undirritaður á næstu dögum um samræmingu á sviði gæðamála og vinnuferla. Um eitt hundrað manns sóttu ársfundinn á Akranesi. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri, flutti skýrslu um starfsemi SHA, fulltrúi Landspítala - háskólasjúkrahúss gerði grein fyrir uppbyggingu spítalans, og Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ávarpaði ársfundinn. Fundarstjóri var Ingibjörg Pálmadóttir fyrrv. heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.

Sjá nánar:

Heimasíða SHA: http://www.sha.is/

Ávarp heilbrigðismálaráðherra á ársfundi SHA 2005



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum