Hoppa yfir valmynd

Frétt

25. október 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Norrænn viðbúnaður vegna fuglaflensu

Heilbrigðis-og félagsmálaráðherrar Norðurlandanna eiga að hittast svo fljótt sem verða má til að ræða sameiginlegan viðbúnað vegna fuglaflensu. Þetta samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna á fundi sínum í Reykjavík í gær. Áherslu skal leggja á sameiginlega viðbúnaðaráætlun vegna flensunnar og framleiðslu og dreifingu lyfja gegn henni. Þá er og gert ráð fyrir að heilbrigðismálaráðherrarnir kortleggi smitleiðir og mögulega útbreiðslu flensunnar í löndunum. Gert er ráð fyrir að vinnuhópur skili skýrslu um málið sem verði tilbúin í næsta mánuði og að í framhaldinu verði tekin ákvörðun um hvort halda skuli sérstakan fund heilbrigðismálaráðherra Norðurlandanna svo sem gert var þegar áfengismál á Norðurlöndum voru sett í brennipunkt.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum