Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. nóvember 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Niðurstaða samráðsnefndar um málefni aldraðra

Samráðnefnd fulltrúa stjórnvalda og samtaka aldraðra hefur lagt mat á samkomulag sem þessir aðilar gerðu haustið 2002. Þetta mat er hluti af því starfi sem nefndinni var falið. Í niðurstöðum nefndarinnar hvað þennan þátt varðar kemur fram að staðið var við flest atriði samkomulagsins sem gert var á haustdögum 2002. Samkomulagið snérist meðal annars um umbætur í lífeyrismálum, fjölgun hjúkrunarrýma, breytt hlutverk Framkvæmdasjóðs aldraðra, aukningu í heimaþjónustu og fleiri þætti er varða almennar aðstæður aldraðra. Samráðsnefndin er skipuð fulltrúum frá heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, félagsmálaráðuneytinu og Landssambandi eldri borgara. Elín R. Líndal er formaður samráðsnefndarinnar, en í henni eiga einnig sæti Hallgrímur Guðmundsson og Ingibjörg Broddadóttir, fyrir fjármála- og félagsmálaráðuneytið og Ólafur Ólafsson, Margrét Margeirsdóttir og Helgi K. Hjálmarsson, fyrir Landssamtök eldri borgara. Starfsmaður nefndarinnar er Vilborg Þ. Hauksdóttir. Hér að neðan er skýrsla samráðsnefndarinnar um efndir samkomulagsins frá haustinu 2002.

pdf-takn    Stöðuskýrsla samráðsnefndarinnar  (950 KB)
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum