Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. desember 2005 Heilbrigðisráðuneytið

WHO rannsakar ofbeldi gegn konum

Á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hafa verið birtar niðurstöður úr fyrstu samræmdu rannsókn samtakanna á ofbeldi gegn konum í tíu löndum. Rannsóknin byggist á viðtölum við 24 þúsund konur í tíu löndum og leiðir í ljós að heimilisofbeldi eru algengustu árásirnar sem konur verða fyrir. “Rannsóknin leiðir í ljós hve brýnt það er að beina kastljósinu á heimilisofbeldi í heiminum og takast á við það sem meiri háttar heilbrigðisvandamál” er haft eftir LEE Jong-wook, forstjóra WHO.

Sjá nánar á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar: http://www.who.int/mediacentre/news/releases/2005/pr62/en/index.html

 

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum