Hoppa yfir valmynd

Frétt

12. desember 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Samspil tekna og bótagreiðslna lífeyrisþega

Hjón sem bæði fá greiddan ellilífeyri og sameiginlegar tekjur þeirra eru ekki hærri en um 1150 þúsund á ári fá greidda tvöfalda tekjutryggingu einhleypings.

Hafi hjón hins vegar tekjur umfram tæpar þrjár og hálfa milljón í árstekjur skerðist tekjutryggingin um 45% þeirra tekna sem umfram eru. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Jón Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem svaraði á Alþingi fyrirspurn frá Guðjóni Arnari Kristjánssyni, Frjálslynda flokknum, um málið.

Sjá nánar á vefsvæði Alþingis: http://www.althingi.is/altext/132/s/0565.html



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum