Hoppa yfir valmynd

Frétt

21. desember 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Tilraunaverkefni um heimaþjónustu á Suðurlandi

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafa ákveðið að ganga til samninga um aukna heimahjúkrunarþjónustu. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára um aukna heimahjúkrunarþjónustu á Selfossi, í Hveragerði og Þorlákshöfn. Stefnt er að því að skipulögð heimhjúkrun verði veitt alla daga vikunnar. Hjúkrunarfræðingur yrði á bakvakt á næturnar vegna neyðartilvika. Gert er ráð fyrir að sameiginleg þjónusta verði á kvöldin og um helgar á Selfossi, í Hveragerði og í Þorlákshöfn.

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum