Hoppa yfir valmynd

Frétt

21. desember 2005 Dómsmálaráðuneytið

Umsóknir um embætti sýslumannsins á Hólmavík

Hinn 16. desember sl., rann út umsóknarfrestur um embætti sýslumannsins á Hólmavík. Umsækjendur eru þrír. Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. janúar 2006.

Fréttatilkynning
41/2005

Hinn 16. desember sl., rann út umsóknarfrestur um embætti sýslumannsins á Hólmavík. Umsækjendur eru þrír en þeir eru:

Birna Salóme Björnsdóttir, aðstoðardeildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík.

Kristín Völundardóttir, deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Þorsteinn Pétursson, löglærður fulltrúi sýslumannsins á Selfossi.

Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. janúar 2006.

Reykjavík 21. desember 2005Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira