Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. desember 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sameiningu spítalanna í Reykjavík

Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér skýrslu um árangur í starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss á árunum 1999 til 2004. Í skýrslunni er fjallað um árangur af sameiningu Ríkisspítalanna og Sjúkrahúss Reykjavíkur í Landspítala – háskólasjúkrahúss og var hún unnin að beiðni LSH svo meta mætti þennan árangur. Er í henni lagt mat á það hvernig kostnaður hefur þróast, mannafli og skilvirkni á spítalanum og jafnframt er starfsemin borin saman við tiltekna átta breska spítala. Skýrslan er í heild sinni á heimsíðu Ríkisendurskoðunar.

Heimasíða Ríkisendurskoðunar: www.rikisend.is

 

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum