Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. janúar 2006 Innviðaráðuneytið

XML dagur rafrænna reikninga 23. janúar 2006

Icepro - lógó
Icepro - lógó

XML dagur rafrænna reikninga
mánudagur 23. janúar 2006

Margt markvert hefur gerst í rafrænum viðskiptum á síðastliðnum mánuðum. Það er hlutverk Icepro að fræða atvinnulífið hér um það sem er nýjast og merkast í rafrænum samskiptum í kringum okkur, til þess að gera fyrirtækjum og stofnunum kleift að taka þátt í þeirri þróun sem þar fer fram.

XML stendur fyrir „eXtended Markup Language” og er skylt HTML „HyperText Markup Language” sem er algengt að nota á veraldarvefnum. XML gerir tölvunotendum kleift að skiptast á upplýsingum með einföldum hætti, miðað við það sem áður þekktist.

Reyndin er sú að menn hafa tileinkað sér XML tæknina og að upplýsingar berast þannig á milli gagnagrunna ýmissa fyrirtækja. Vandinn er sá að lítið hefur verið hugað að samskiptastöðlum, tökum dæmi:

Fyrirtækjahópar A og B skiptast á upplýsingum innbyrðis. Dag einn þarf fyrirtæki úr hópi a A að skiptast á upplýsingum við fyrirtæki úr hópi B. Hvor á nú að breyta sínum aðferðum, A eða B? Hvað kostar að umforrita XML samskiptin þótt einföld séu? Hvor hópurinn er stærri? En hóparnir geta verið margir, hvað um hóp C, D og E? Hvað þurfa mörg fyrirtæki að umforrita hjá sér? Nei, það er lang ódýrast að menn nái saman um einn staðal – áður en hafist er handa.

Frændur okkar á Norðurlöndum eru að ná saman um sameiginlega gerð rafrænna reikninga, en það eitt getur sparað þjóðfélögum landanna stórar fjárhæðir. Íslendingum gefst nú kostur á að fylgjast með því sem er að gerast á Norðurlöndunum og að taka þátt með þeim.

Einkum tvennt hefur gerst nýlega í rafrænum viðskiptum erlendis:

1. Norðurlöndin eru að sameinast um ákveðna gerð rafrænna reikninga (e-Invoice)

  • Danir hafa lögleitt e-Invoice eða rafræna reikninga
  • Norska athafnalífið mun spara stórfé á "standard XML-basert e-faktura"
  • Finnsku bankarnir hafa þróað Finvoice
  • Sænsku sveitarfélögin hafa þróað SveFaktura

Fulltrúar ríkis og sveitarfélaga hittust á fundi í Kaupmannahöfn 4-5. janúar og fulltrúar frá bönkum landanna fjögurra eiga fund með sér 19. janúar.

2. UN/CEFACT gaf út safn grunneininga (Core Components Library (CCL)) til að auðvelda fyrirtækjum að útbúa staðlaðar gerðarlýsingar (standard scema).

Nánari fréttir af hvorutveggja má finna á vef icepro.is.

Icepro tekur að sér að kynna þessa tvo þætti hér á landi á „XML degi rafrænna reikninga” þann 23. janúar, mánudaginn í UT-vikunni um upplýsingatækni. Hingað til lands kemur Bjarne Emig formaður Danpro og verkefnisstjóri hjá dönsku staðlasamtökunum www.ds.dk. Hann mun kynna viðleitni Norðurlanda við að ná samstöðu um rafræna reikninga og fjalla um niðurstöður af Kaupmannahafnarfundunum tveim.

Auk Bjarne taka til máls fulltrúar fjármálaráðuneytis, fjársýslunnar og bankanna hér á landi. Sjá nánar í dagskrá.

Drög að dagskrá hafa verið sett á vefinn, sjá http://icepro.is/Pages/NewsInfo.aspx?id=50
Þar eru jafnframt upplýsingar um skráningu, stað og stund.

Örn S. Kaldalóns,
framkvæmdastjóri Icepro.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum