Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. febrúar 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði er ekki háð mati á umhverfisáhrifum

Umhverfisráðherra staðfesti með úrskurði þann 26. janúar sl. ákvörðun Skipulagsstofnunar um að virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Það voru Landvernd, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Helgi Hallgrímsson, Hjörleifur Guttormsson, og Ingólfur Steinsson og Kristín Steinsdóttir sem kærðu ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 18. ágúst 2005 um að virkjun Fjarðar ár í Seyðisfirði skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Í úrskurðinum er fallist á að um breytingu á framkvæmd sé að ræða og að ekki sé líklegt að framkvæmdin muni hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum