Hoppa yfir valmynd

Frétt

19. apríl 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ávarp umhverfisráðherra á 50 ára afmæli Landmælinga Íslands 19. apríl 2006

Forstjóri Landmælinga, starfsmenn og aðrir gestir

Hvar er Ísland, hvernig er það í laginu? Hvar er Hellissandur, Hekla, Hólar, Hofsjökull? Hvernig skiptist gróðurlendið eftir landshlutum? Hver er hæðin á Þingvöllum og Herðubreið? Hvar finnst surtarbrandur? Hvar liggur vegurinn yfir Sprengisand? Hvernig kemst ég frá Landmannalaugum til Skaftafells?

Þessar og álíkar spurningar hafa brunnið á vörum okkar Íslendinga lengi og gera það áfram. Svörin við þeim eru ekki bara forvitnileg heldur líka bráðnauðsynleg og þess vegna eru kort og landupplýsingar stór hluti af daglegu lífi okkar. Sú viðleitni að búa sér til mynd af landinu og safna saman upplýsingum um það, náttúru þess, menningu og mannlíf er manninum eiginleg. Ég hygg að þetta eigi ekki síst við hér á landi þar sem við Íslendingar ferðumst mikið og í vaxandi mæli um eigið land. Þess vegna höfum við í ríkum mæli nýtt okkur landakort með upplýsingum frá Landmælingum Íslands og víst er að allir sem ferðast hafa um landið hafa haft bæði gagn og gaman af þessum kortum.

Landmælingar Íslands hafa séð um mælingar og kortagerð Íslands í 50 ár frá stofnun Landmælinga árið 1956. Í fyrstu heyrði stofnunin undir samgönguráðuneytið en var flutt til umhverfisráðuneytisins strax við stofnun þess árið 1990.

Breytt tækni og ýmsar aðstæður í þjóðfélaginu hafa orðið til þess að breyta mjög starfsumhverfi Landmælinga og markaðnum fyrir landupplýsingar. Af þeim sökum hef ég látið vinna frumvarp til nýrra laga á þessu sviði þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að Landmælingar Íslands hætti starfsemi sem fellur undir samkeppnisrekstur. Að þessum breytingum hefur verið unnið í góðu samstarfi við stofnunina. Ég tel mjög jákvætt og mikilvægt að innan hennar er skilningur á nauðsyn þessara breytinga og vænti ég þess að frumvarpið verði að lögum nú í vor. Ég vona að ný lög um Landmælingar Íslands styrki starfsemi stofnunarinnar til framtíðar litið.

Ágætu veislugestir

Landmælingar Íslands hafa ávallt verið ein af þeim stofnunum sem umhverfisráðuneytið hefur verið hvað stoltast af. Sem dæmi um gott starf stofnunarinnar framsækni hennar og metnað má nefna að Landmælingar Íslands voru tilnefndar í hópi fimm bestu ríkisstofnana ársins 2004. Í umsögn um stofnunina kom m.a. fram að hún fylgir skýrri stefnumörkun, vönduðum verkefnaáætlunum og verkferlum ásamt því að fylgst er vel með framvindu nýjunga í ríkisrekstri.

Ég veit að Landmælingar Íslands munu standa sig jafn vel í framtíðinni og hingað til.

Kæru vinir

Á morgun er sumardagurinn fyrsti. Í kvæði Hannesar Péturssonar Söngvar til jarðarinnar segir svo:

II

Bezt eru vorin, ekkert elska ég heitar.
      Úr útlegð þyrpast syngjandi vötn
      og litir sem mora í holtum og hlýjum drögum.
Þá verða dýrin að lifandi hluta landsins:
      lambféð á gljúpu túni, ernir á heiðum
      svanir á engi, hrafnar í blautum högum
hneggjandi stóð sem öslar mýrasund
      tekur á rás og þýtur, bylgjast í breiðum ...

 

Bezt eru vorin. Þau tylla sér niður um stund
      í líki bjartrar stúlku á skínandi ský
      með skæri og nál og byrja hljóðlát að sauma
í hvíta dali ást sína og alla drauma.
      Ofan af glampandi sólinni vinda þau bandið!
      Og skorti liti, hengja þau beint frá himnum
hvelfingar regnboganna
      rekja þar sundur rautt og blátt og grænt
      raða því upp á nýtt og sauma í landið.

 

III

Morgnar við sjóinn í maí:
mjólkurhvítt logn um fjörðinn
ritan að rápa um grjótið
það rýkur frá einstaka bæ.

Stelkurinn, hrossagaukurinn og lóan eru komin í túnið heima hjá mér á Mosfelli og framundan er nóttlaus voraldar veröld. Það er gott að halda



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum