Hoppa yfir valmynd

Frétt

25. apríl 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Dagur umhverfisins er í dag 25. apríl

 

Dagur umhverfisins er að þessu sinni tileinkaður endurnýtingu og af því tilefni er efnt til spurningaleiks með veglegum bókaverðlaunum um endurnýtingu og úrvinnslumáler ætlaður almenningi og eru allir hvattir til þess að taka þátt því vegleg verðlaun eru í boði.  Það er umhverfisráðuneytið og Úrvinnslusjóður sem standa fyrir þessum leik í samstarfi við Umhverfisstofnun.

Nýtt vefrit umhverfisráðuneytisins, Hreint & klárt, hóf göngu sína á Degi umhverfisins 25. apríl. Fyrirhugað er að Hreint & klárt komi út um það bil einu sinni í mánuði eða eftir því sem þurfa þykir. Tilgangur útgáfunnar er að efla og bæta umræður um umhverfismál hér á landi.

Meðal efnis í þessu fyrsta tölublaði eru fréttir af Degi umhverfisins og umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, frétt af svifryksráðstefnu, frétt um átak í brunamálum, umfjöllun um útstreymi þrávirkra lífrænna efna í andrúmsloft og ávarp frá umhverfisráðherra, svo nokkuð sé nefnt.

Umhverfisráðuneytið óskar öllum til hamingju með daginn og hvetur alla til þess að flokka, skila og endurnýta.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum