Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. maí 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alcoa veitir 20 milljóna króna styrk uppbyggingar í þjóðgörðum

Tómas Már Sigurðsson, Brent Reitan, Sigríður Anna Þórðardóttir, Davíð Egilson og Magnús Jóhannesson
Afhending styrks Alcoa í Ráðherrabústaðnum

Aðstoðarframkvæmdastjóri Alcoa Bernt Reitan afhenti Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra veglegan styrk til uppbyggingar í þjóðgörðum og til stuðnings við áform um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs

Alcoa tilkynnti að fyrirtækið hygðist veita 20 milljónum króna til uppbyggingar þjóðgarða. Það var aðstoðarframkvæmdastjóri Alcoa, Bernt Reitan, sem afhenti Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra styrkinn við athöfn í Ráðherrabústaðnum í gær

Styrkurinn verður m.a. notaður til þess að fjármagna uppsetningu á sýningu í upplýsingamiðstöð Jökulsárgljúfra og til þess að bæta aðstöðu ferðamanna í Lagagígum sem er innan þjóðgarðsins í Skaftafelli og til þess að lagfæra gönguleiðir þar.

Sigríður Anna fagnaði því sérstaklega að fyrirtæki sem Alcoa styrkti uppbyggingu á sviði náttúruverndar og sagðist vona að fleiri öflug fyrirtæki fylgdu í kjölfarið.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum