Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. júní 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Fjórða skýrsla Íslands til skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi jókst um 8% frá 1990 til ársins 2003. Losun á íbúa minnkaði um 5% á þessu tímabili og miðað við þjóðarframleiðslu um 20%. Búist er við að losun aukist umtalsvert á komandi árum vegna nýs álvers á Reyðarfirði og hugsanlegra annarra stóriðjuverkefna. Stærstur hluti þessarar losunar fellur hins vegar undir sérstakt heimildarákvæði Kýótó-bókunarinnar, þannig að spár gera ráð fyrir að Ísland verði vel innan marka Kýótó-bókunarinnar á fyrsta skuldbindingartímabili hennar 2008-2012. Aðgerðir til að draga úr losunninni og auka bindingu kolefnis úr andrúmsloftinu í gróðri og jarðvegi eru taldar hafa dregið úr nettólosun sem svarar um 300.000 tonnum á síðasta ári, en yfir 400.000 tonnum á ári á fyrsta skuldbindingartímabilinu.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjórðu landsskýrslu Íslands til Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum