Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. júlí 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Kostnaður vegna menntunar og rannsókna metinn

Þáttur Landspítala – háskólasjúkrahúss í menntun heilbrigðisstétta er rúmlega 1300 milljónir króna á ári og kostnaður vegna rannsókna- og vísinda um hálfur milljarður króna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stjórnunarupplýsingum spítalans fyrir tímabilið janúar til maí, en þar segir m.a. um þennan þátt starfseminnar: “Rannsóknir hafa sýnt að háskólahlutverki sjúkrahúsa fylgir hærri rekstrarkostnaður. Tölfræðileg tengsl eru milli fjölgunar nemenda í heilbrigðisvísindum á hvert sjúkrarúm og hærri meðferðarkostnaðar. Einnig hefur verið sýnt fram á tengsl milli hærri kostnaðar og ólíkrar samsetningar sjúklingahóps, gæða þjónustunnar, notkunar á hátæknibúnaði, aukinnar sérþekkingar og rannsóknar- og vísindastarfsemi. Beinn kostnaður vegna menntunarhlutverks LSH er talinn vera rúmlega 1.300 m.kr. en árlega eru um 800 nemendur í heilbrigðisvísindagreinum sem stunda nám á spítalanum um lengri eða skemmri tíma. Kostnaður vegna rannsóknar- og vísindavinnu er metinn tæplega 500 m.kr. Álag vegna hlutverks LSH sem háskóla- og landssjúkrahúss, sem metinn er tæplega 1.500 m.kr., má telja óbeinan kostnað. Sú tala er byggð á niðurstöðum erlendra rannsókna og nálgunar á þessum kostnaði á LSH. Þar vega hæst þættir eins og minni framleiðni á háskólasjúkrahúsum vegna kennslu, meiri sérhæfing háskólasjúkrahúsa, flóknari samsetning sjúklingahóps, meiri gæðakröfur og hærra tæknistig.”

Sjá nánar á vef LSH: http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/htmlpages/index.html

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum