Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. júlí 2006 Innviðaráðuneytið

Fyrsti stjórnarfundur Flugstoða ohf.

Opinbera hlutafélagið Flugstoðir ohf. hélt fyrsta stjórnarfund sinn í samgönguráðuneytinu í gær, miðvikudag. Á fundinum skipti stjórnin með sér verkum og fór yfir næstu skref varðandi undirbúning fyrir starfsemi félagsins.

Fyrsti stjórnarfundur Flugstoða ohf.
Stjórn Flugstoða ohf. Frá vinstri: Arnbjörg Sveinsdóttir, Sæunn Stefánsdóttir, Ólafur Sveinsson, Hilmar Baldursson og Gunnar Finnsson.

Í stjórn Flugstoða ohf. eru Ólafur Sveinsson formaður, Arnbjörg Sveinsdóttir varaformaður, Sæunn Stefánsdóttir ritari, Gunnar Finnsson og Hilmar Baldursson. Ólafur segir mikla vinnu framundan við undirbúning starfseminnar og fyrsta skrefið sé að ráða framkvæmdastjóra sem gert verði á næstu vikum.

Næstu verkefni eru síðan að huga að skiptingu og flutningi starfsmanna og réttindamálum þeirra og skiptingu eigna milli hlutafélagsins og stjórnsýsluhluta Flugmálastjórnar. ,,Það eru því mörg verkefni framundan hjá stjórninni,? segir Ólafur Sveinsson. ,,Við ráðgerum að halda stjórnarfundi á tveggja vikna fresti til áramóta þegar Flugstoðir taka formlega við rekstri flugleiðsöguþjónustunnar og rekstri flugvalla fyrir utan Keflavíkurflugvöll.?



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum