Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. september 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Magn varnarefna í matvælum minnkar milli ára

Grænmeti
Grænmeti

Tvö prósent sýna úr ávöxtum, grænmeti og kornvöru á íslenskum matvörumarkaði innihéldu leyfar varnarefna yfir leyfilegu hámarki á liðnu ári samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Í samskonar rannsókn árið 2004 innihéldu 5% sýna varnarefni í meira magni en leyft er. Varnarefni eru efni sem notuð eru í landbúnaði og garðyrkju, t.d. sveppa- og skordýraeitur.

Umhverfisráðuneytið sendi nýverið upplýsingar til Eftirlitsstofnunar EFTA um niðurstöður mælinga á síðasta ári. Um er að ræða 50 blaðsíðna skýrslu sem tekin er saman ár hvert af matvælasviði Umhverfisstofnunar. Alls voru tekin 315 sýni, þar af var fjórðungur innlend framleiðsla en 75% sýna voru úr innfluttum matvælum frá 24 löndum, flest frá Hollandi og Spáni. Helstu niðurstöður voru þær að 54% af teknum sýnum voru án mælanlegra varnarefna, 44% sýna mældust með varnarefni við eða undir leyfilegu hámarki, en eins og áður segir mældust 2% sýna með varnarefnaleyfar yfir leyfilegu hámarki. Til samanburðar má nefna að í fyrra reyndust 5% sýna yfir hámarksgildi, 47% voru með varnarefni undir hámarksgildum og 48% reyndust án mælanlegra varnarnefna.

Ofangreindar upplýsingar sýna í fyrsta lagi, að ástand þessa flokks matvæla hér á landi var í meginatriðum stöðugt og ásættanlegt hvað snertir leyfar varnarefna á árunum 2004-2005 og í öðru lagi undirstrika þær nauðsyn þessara mælinga við eftirlit og aðhald á matvælamarkaði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum