Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. september 2006 Innviðaráðuneytið

17,5% raunaukning á útgjöldum til vegaframkvæmda

Raunaukning útgjalda ríkissjóðs til vegaframkvæmda var 17,5% á tímabilinu 1998 til 2006. Á sama tímabili hefur hlutdeild vegaframkvæmda af heildarfjárfestingum ríkissjóðs aukist úr 25,4% í 44,6% samkvæmt fjárlögum 2006.

Sé litið á tölurnar að baki þessari hlutdeild sem fjármálaráðuneytið hefur tekið saman sést að árið 1998 fóru rúmir fimm milljarðar króna til vegagerðar en heildarstofnkostnaður ríkisins það ár var 19,7 milljarðar og hlutfall vegagerðar því 25,4% eins og áður segir. Er hér miðað við verðlags yfirstandandi árs. Árið eftir er hlutfallið svipað en eykst síðan og er hæst árin 2003 og 2004, 42% og 50%, þegar sérstakt átak í vegamálum stóð yfir. Síðan er dregið tímabundið úr vegaframkvæmdum árin 2005 og 2006 til að mæta þenslu vegna stóriðju- og virkjanaframkvæmda. Framlag til vegamála árið 2005 var 7,1 milljarður og í ár 5,9 milljarðar samkvæmt fjárlögum. Á línuritinu sést hver þróunin hefur verið þegar vegaframkvæmdir eru skoðaðar sem hlutfall af fjárfestingum ríkissjóðs.

Línuritið má skoða hér



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum