Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. september 2006 Innviðaráðuneytið

Lokaálit stýrihóps

Lokaálit stýrihóps
Lokaálit stýrihóps kynnt á fundi í félagsmálaráðuneytinu

Ríkisstjórnin felur félagsmálaráðherra að vinna að útfærslu breytinga sem gera Íbúðalánasjóði kleift að setja á fót fjármögnunarkerfi á heildsölustigi.

Stýrihópur, sem falið var að efna til víðtæks samráðs um framtíðarstefnumótun um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum, skilaði félagsmálaráðherra áliti sínu í gær og á fundi sínum í morgun fól ríkisstjórnin ráðherra að vinna að útfærslu að tillagna sem fram koma í álitinu.

Að loknu ítarlegu samráðsferli þar sem rætt var við fulltrúa banka og sparisjóða var ljóst að ekki næðist samkomulag við hagsmunaaðila um breytingar á framtíðarfyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs enda þótt samhljómur væri í áherslum aðila varðandi ýmis atriði í uppbyggingu nýs heildsölubanka. Allir aðilar voru sammála um mikilvægi þess að almenn löggjöf yrði sett um sérvarin skuldabréf ( e. covered bonds ) og hefur ríkisstjórnin þegar samþykkt tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra um að hafin verði smíði lagabreytinga þess efnis. Stýrihópurinn leggur jafnframt til að stjórnvöld hlutist til um lagabreytingar sem heimili Íbúðalánasjóði að setja á fót fjármögnunarkerfi á heildsölustigi sem byggi á þeirri útfærslu sem stýrihópurinn hefur lagt til og nánar er útskýrð í viðauka með lokaáliti hópsins sem birt er í heild á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins. Slíkt kerfi, sem byggði á útgáfu sérvarinna skuldabréfa, yrði unnt að setja á fót án ríkisaðstoðar sem sjálfstæða rekstrareiningu innan Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður gæti þá selt útlán sem sjóðurinn myndi veita til þessa lögaðila, sem síðan bæri einn ábyrgð á endurgreiðslu fjármögnunarbréfanna. Þær tillögur sem hópurinn hefur sett fram byggja á þeim fyrirmyndum sem vel hafa gefist í nágrannalöndum okkar áratugum saman.

Skjal fyrir Acrobat ReaderLokaálit stýrihóps um framtíðarstefnumótun um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum