Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. október 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsustöð kynnir stefnu sína og framtíð

Lýðheilsustöð kynnti í dag stefnu sína og framtíðarsýn og áætlun um það hvernig stefnunni verður hrint í framkvæmd. Þetta gerði Lýðheilsustöð með því að kynna ritið Lýðheilsustöð, stefna, framtíðarsýn og aðgerðaáætlun sem kom út í dag fyrsta sinni. Tekur stefnan og aðgerðaáætlunin mið af þeim markmiðum sem Alþingi hefur samþykkt í heilbrigðismálum í Heilbrigðisáætlun til 2010. Ritið var unnið undir forystu Önnu Elísabetar Ólafsdóttur, forstjóra Lýðheilsustöðar. Laufey Steingrímsdóttir var fundarstjóri þar sem stefnan var kynnt og greindi hún frá hversu mikil vinna lægi að baki ritinu, sem allir starfsmenn hefðu tekið virkan þátt í. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ávarpaði fundinn og sagði frá því að hún hefði kynnt sér ritið vel áður en það fór í prentun og nefndi nokkur atriði, sem þar koma fram, sem hún vildi m.a. leggja áherslu á í sínu starfi.

Sjá nánar á heimasíðu Lýðheilsustöðvar: www.lydheilsustod.is



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum