Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. október 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Samráðsfundur umhverfisráðherra og umhverfisverndarsamtaka

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra ræddi við fulltrúa frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfismála á samráðsfundi umhverfisráðuneytisins og frjálsra félagasamtaka á föstudaginn var. Á fundinum kynnti ráðherra þau mál sem helst eru á döfinnu um þessar mundir og var meðal annars rætt um náttúruverndaráætlun, utanvegaakstur, loftslagsmál og málefni sem snúa að erfðabreyttum matvælum. Á fundinum voru fulltrúar Landverndar, Náttúrverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðurlands, Náttúruverndarsamtaka Vesturlands, Fuglaverndar, Náttúruvaktarinnar, SUNN, Gróðurs fyrir fólk og Garðyrkjufélags Íslands.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum