Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. október 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Fundur um varnir gegn mengun sjávar

Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri stýrir umræðum um fjármögnun GPA
Magnús Jóhannesson

Nú stendur yfir í Peking í Kína annar fundur aðildarríkja alþjóðlegrar framkvæmdaáætlunar um varnir gegn mengun sjávar frá landi (GPA) sem einnig nefnist Washington-áætlunin. Áætlunin var samþykkt árið 1996 og markaði tímamót í ljósi þess að um 80% af allri mengun sem berst í hafið kemur frá landi. Ísland átti mikinn þátt í því að þessi áætlun var gerð á sínum tíma.

Fulltrúar Íslands á fundinum munu leggja fram skýrslu um árangur framkvæmdaáætlunarinnar hér á landi. Skýrslan verður birt á vefsíðu umhverfisráðuneytisins innan skamms.

Á fundinum stýrði Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins, umræðum um hvernig fjármagna megi framkvæmdaáætlunina. Meðal annars var fjallað um aðkomu Alþjóðabankans að verkefnum á Indlandi og hvernig Finnar hafa notast við regluna um fjárhagslega ábyrgð mengunarvalds til að standa straum af þeim verkefnum sem tengjast framkvæmdaáætluninni.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum