Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. nóvember 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fræðslu- og umræðufundir í nóvember 2006

Fjármálaráðuneytið og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hafa ákveðið að efna til fræðslu- og umræðufundar fyrir forstöðumenn stofnana iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Á fundinum verða einnig forstöðumenn stofnana landbúnaðarráðuneytisins, samgönguráðuneytisins og sjávarútvegsráðuneytisins ásamt fulltrúum ráðuneytanna.

Fjallað verður um mannauðsstjórnun í opinberum stofnunum á Íslandi, hvað einkennir góða stjórnendur, árangursríkan ríkisrekstur, lagaumhverfi ríkisstarfsmanna, greiningu og mat á verkefnum, rafræn skilríki, stefnu um útvistun og gerð þjónustusamninga og niðurstöður stofnanasamninga. Þá verður leitað svara við hvort framkvæmd fjárlaga sé í mínus. Jafnframt er gert ráð fyrir þátttöku forstöðumanna í vinnuhópum um stefnumótun í málefnum stjórnenda.

Fundurinn verður haldinn 23. nóvember nk., á Hótel Selfossi. Farið verður með rútu frá Arnarhvoli kl. 8:15 og er áætlað að komið verði til Reykjavíkur um kl. 22:00. Boðið verður upp á hádegisverð, kaffi og meðlæti og kvöldverð. Fundurinn er stofnunum að kostnaðarlausu.

Tilkynna skal þátttöku fyrir 3. nóvember nk. með tölvupósti til Hrafnhildar Ásgeirsdóttur í fjármálaráðuneytinu, [email protected], eða í síma 545 9340.

Á næstu dögum mun fjármálaráðuneytið birta lesefni um stefnumótun í málefnum stjórnenda á stjornendavefur.is til þess að þátttakendur geti undirbúið sig fyrir hópavinnuna. Sendur verður tölvupóstur til forstöðumanna um hvenær og hvernig hægt verður að nálgast efnið. Niðurstöður hópavinnunar verða kynntar í lok fundarins í sérstakri samantekt.

Forstöðumönnum er heimilt að hafa með sér fjármálastjóra og/eða starfsmannastjóra ef þeir telja þörf á.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum