Hoppa yfir valmynd

Frétt

6. nóvember 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Árangursríkt þing um Montrealbókunina

Heiðrún Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sat þingið fyrir Íslands hönd.
Heiðrún Guðmundsdóttir

Átjánda þingi aðila Montrealbókunarinnar um efni sem valda rýrnun ósonlagsins lauk í Nýju Delí á Indlandi á föstudag. Þingið var árangursríkt og samkomulag náðist um flest þau mál sem fjallað var um. Meðal annars var tekin mikilvæg ákvörðun um fjármögnun samningsins og þá var ítarlega fjallað um samhengið milli ósoneyðingar og loftslagsbreytinga.

Það var áberandi á þinginu hversu mikla áherslu mörg ríki lögðu á mikilvægi þess að efla tæknilega og fjárhagslega aðstoð við þróunarlöndin sem búa mörg hver hvorki yfir fjármagni né þekkingu til að hætta notkun klórflúorkolefni (CFC) í iðnframleiðslu. Þá þótti þingfulltrúum einnig nauðsynlegt að koma í veg fyrir ólögleg viðskipti milli landa með ósoneyðandi efni.

Heiðrún Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sat þingið fyrir Íslands hönd. Hún segir þingfulltrúa hafa verið staðráðna í að finna lausnir sem allar aðildarþjóðir gátu sætt sig við og þess vegna hafi fundurinn reynst árangursríkari nú en oft áður.

Nánari upplýsingar um þingið má nálgast hér.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum