Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. nóvember 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Afhentu ráðherra ritið Íslenskir hellar

Sigurður Svavarsson og Björn Hróarsson afhentu umhverfisráðherra ritið.
Íslenskir hellar

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra fékk í morgun afhent fyrsta eintak af ritinu Íslenskir hellar. Það voru þeir Björn Hróarsson, höfundur bókarinnar, og Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri rita almenns eðlis hjá Eddu, sem færðu ráðherra eintakið.

Íslenskir hellar fjallar um 485 hraunhella á Íslandi og er þeim lýst í máli og myndum. Eitt markmið útgáfunnar er að kynna fólki hvernig skuli gengið um hellana. Í inngangi bókarinnar kemur fram að enginn hellafræðingur hafi verið í launuðu starfi á Íslandi og því sé þekking á íslenskum hellum komin til vegna óeigingjarnrar baráttu örfárra áhugamanna sem starfað hafa undir merkjum Hellarannsóknafélags Íslands.

Umhverfisráðuneytið styrkti ritun bókarinnar og rannsóknir höfundar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum