Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. nóvember 2006 Innviðaráðuneytið

Könnun á umfangi upplýsingatækni innan stofnana ríkisins

Nýlega lauk ráðgjafafyrirtækið Intellecta gerð könnunar á umfangi upplýsingatækni innan stofnana ríkisins. Könnunin var unnin fyrir Samtök iðnaðarins og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið.

Meðal annars var aflað upplýsinga um umfang hugbúnaðargerðar og rekstrarþjónustu hjá ríkisstofnunum m.t.t þeirra stöðugilda sem fara í slíka vinnu. Kaup á hugbúnaðargerð og rekstrarþjónustu voru könnuð og almennt viðhorf til úthýsingar bæði á hugbúnaðargerð og rekstrarþjónustu.

Helstu niðurstöður eru þær að heildarstöðugildi slíkra starfa innan ríkisstofnana árið 2006 eru um 330, 115 í hugbúnaðargerð og 215 í rekstrarþjónustu. Stöðugildum í hugbúnaðargerð hefur fjölgað um 14,6% frá árinu 2004.

Fjárfesting vegna kaupa á upplýsingatækni árið 2006 er um 2,4 milljarðar, 1,5 milljarðar í hugbúnaðargerð og um 900 milljónir í rekstrarþjónustu.

Meirihluti ríkisstofnana telur hentugra að úthýsa hugbúnaðargerð en hafa hana innanhúss en hins vegar vilja fleiri frekar hafa rekstrarþjónustu innanhúss en úthýsa henni.

Niðurstöður könnunarinnar leiða m.a. í ljós að ríkisstofnanir virðast almennt hlynntar því að kaupa meira af hugbúnaði og rekstrarþjónustu en verið hefur.

Könnunin er aðgengileg á vefjum Samtaka iðnaðarins og Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins: (PDF - 188 Kb)

 

www.si.is
www.idnadarraduneyti.is


Nánari upplýsingar:
Guðmundur Ásmundsson, Samtökum iðnaðarins – Sími 591 0115

                                                                                  Reykjavík 30. nóvember 2006



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum