Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. desember 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Tengibraut við Helgafellsland ekki háð mati á umhverfisáhrifum

Umhverfisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 22. maí sl. þess efnis að tengibraut frá Vesturlandsvegi um Álafossveg og inn í fyrirhugaða íbúðarbyggð í Helgafellslandi í Mosfellsbæ sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Einstaklingar og samtök kærðu ákvörðun Skipulagsstofnunar til umhverfisráðuneytisins og kröfðust þess að hún yrði ómerkt og að umhverfisráðherra úrskurðaði framkvæmdina matsskylda. Einstök kæruatriði vörðuðu m.a. hljóðvist, sjónræn áhrif vegarins og áhrif hans á Varmá.

Í niðurstöðu ráðuneytisins kemur m.a. fram að hjóðvist, sjónræn áhrif og áhrif tengivegarins á vistkerfi Varmár geti ekki haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum og eru því ekki þess eðlis að meta þurfi umhverfisáhrif framkvæmdarinnar á grundvelli laganna. 

Gert er ráð fyrir að umrædd tengibraut verði ein akrein í hvora átt og er heildarlengd brautarinnar 2.340 m..

Hér má nálgast úrskurðinn í heild sinni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum