Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. desember 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Sáttmáli gegn ofþyngd og offitu

Holdarfar manna er að breytast, líkamsþyngd að aukast og offita verður algengari. Brýnt er talið að spyrna við fótum og berjast gegn ofþyngd og offitu. Í þessu skyni gerðu heilbrigðismálaráðherrar Evrópu samkomulag sem hefur að markmiði að forða almenningi frá sjúkdómum og heilsuleysi sem rekja má til ofþyngdar og offitu. Ráðherrar og sendifulltrúar evrópskir samþykktu sáttmálann á ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem haldin var í Istanbúl í nóvember.

Sjá nánar: Evrópusáttmáli um baráttu gegn offituvanda (89 Kb pdf skjal)

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum