Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. desember 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra fær afhenta piparköku Framtíðarlandsins

pipark
Piparkökur framtíðarlandsins

Rögnvaldur J. Sæmundsson og Ósk Vilhjálmsdóttir, stjórnarmenn í Framtíðarlandinu, afhentu Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra piparköku framtíðarlandsins að gjöf í dag. Markmið Framtíðarlandsins er meðal annars að standa vörð um náttúru landsins og víðerni. Sala á piparkökunni er liður í fjársöfnun félagsins.

Við þetta tækifæri afhenti umhverfisráðherra þeim Rögnvaldi og Ósk skýrslu ráðgjafanefndar umhverfisráðuneytisins um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum