Hoppa yfir valmynd

Frétt

21. desember 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Nýbygging BUGL boðin út

Fyrsti áfangi viðbyggingar við núverandi húsnæði barna- og unglingageðdeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss við Dalbraut hefur verið boðinn út. Nýbyggingin er tvær hæðir og kjallari.   Húsið er 1.244 m² að stærð og á að skila því fullbúnu í maí 2008.  Á 1. hæð verður móttaka göngudeildar, viðtals- og meðferðarherbergi og á 2. hæð skrifstofur starfsmanna og viðtalsaðstaða. Í kjallara verður starfmannamötuneyti, vinnuherbergi, tæknirými og fleira.  Vegna nýja hússins verður gerð ný aðkoma frá Dalbraut með bílastæðum og gengið frá lóð við húsið.  Áætlaður kostnaður við nýbygginguna nemur tæpum 340 milljónum króna. Fyrir utan framlag ríkisins hafa félagasamtök stutt við áform um uppbyggingu á BUGL með myndarlegum gjöfum og má þar helst nefna Kvenfélagið Hringinn, Barnaheill, Thorvaldsenskonur, Kiwanismenn, Lionsmenn, kvenfélagasamtök auk margra annarra. Þá hefur Kleifarvegur 15 verið seldur til að fjármagna verkefnið en húsnæðið þar var á sínum tíma gefinn til þessa málaflokks.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum