Hoppa yfir valmynd

Frétt

31. janúar 2007 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Er Veraldarvefurinn völundarhús?

Er veraldarvefurinn völundarhús
Er veraldarvefurinn völundarhús

SAFT, Síminn, Microsoft, SMÁÍS og Samtónn boða til ráðstefnu um skynsama notkun og örugg samskipti á Netinu á Alþjóðlega netöryggisdaginn þann 6. febrúar nk.


Ráðstefna á Alþjóðlega netöryggisdaginn
Er Veraldarvefurinn völundarhús?
Tími: Þriðjudaginn 6. febrúar kl. 15:00 – 17:25
Staður: Íslensk erfðagreining, Sturlugötu 8, Reykjavík


Siðferði og Netið eru æ oftar nefnd í sömu andrá enda Netið síbreytilegur vettvangur sem við erum stöðugt að venjast og læra samfara auknum tengingum við aðra miðla. Rætt um að þeir umgengnishættir sem við höfum komið okkur saman um í hinu áþreifanlega umhverfi hafi ekki færst yfir á vettvang Netsins. Einnig er rætt um að netnotkun einstaklinga í skóla eða vinnu sé önnur en sú sem fer fram heima. Mikið vanti því á að við séum meðvituð um eðli Netsins og jákvæða jafnt sem neikvæða eiginleika þess. Þessi atriði verða meðal annars til umræðu á ráðstefnunni sem ætluð er öllum sem áhuga hafa á þessum málum. Sérstaklega höfðar hún til skólastjórnenda, kennara og kennaranema, foreldra, fjölmiðlafólks, höfundarétthafa og útgefenda, netþjónustuaðila og fulltrúa stjórnvalda og starfsfólks þeirra stofnana sem hafa með reglur um notkun upplýsingatækninnar að gera.

Meðal markmiða ráðstefnunnar er að vekja umræður og umhugsun um Netið sem opinberan vettvang og gagnvirkan fjölmiðil, nauðsyn þess að almennt siðferði og umgengnisreglur færist yfir á þennan miðil og að samfélagið og stjórnvöld bregðist við gjörbreyttum aðstæðum í upplýsingasamfélaginu.

SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum, hefur á síðustu árum staðið fyrir viðburðum á Alþjóðlega netöryggisdaginn, sem nú er haldinn í fjórða sinn. Í ár taka um 40 lönd um allan heim þátt í deginum.

Við viljum jafnframt vekja athygli ykkar á því að ráðstefnan verður send út á netinu á www.saft.is

Hægt er að skrá þátttöku á [email protected] og í síma: 562-7475

Dagskrá ráðstefnunnar:

Fundarstjórn: Hallgrímur Kristinsson aðstoðarframkvæmdarstjóri hjá Samtökum bandaríska kvikmyndaframleiðanda.

 

 • 15:00 Setning ráðstefnunnar - Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
 • 15:05 Lagaframkvæmd af hálfu ISP aðila - Eiríkur Tómasson, lagaprófessor
 • 15:15 Samfélagsleg ábyrgð fjarskiptafyrirtækja - Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans
 • 15.25 Fighting music piracy - John Kennedy, framkvæmdarstjóri International Federation of Phonograpich Industry
 • 15:50 Kaffi
 • 16:10 Understanding Youth and Family: Global Trends Today, Anna Kirah, mann- og sálfræðingur, yfirrannsóknarhönnuður hjá  Microsoft
 • 16:55 Samantekt og pallborðsumræður
  - María Kristín Gylfadóttir, Formaður Heimilis og skóla
  - Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Tónlist.is
  - Gísli Rafn Ólafsson frá Microsoft á Íslandi
  - Brynjar Björn Ingvarsson, nemandi við Flensborgarskóla
  - Umræðum stýrir: Hallgrímur Kristinsson
 • 17:25  Ráðstefnuslit

Boðið uppá léttar veitingarEfnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira