Hoppa yfir valmynd

Frétt

31. janúar 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Samstarf umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða

StefnumótUmhverfisráðuneytið og Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands hafa ákveðið að efna saman til Stefnumóta, þar sem brýn umhverfismál verða tekin fyrir á opnum fundum. Munu sérfræðingar ráðuneytisins og stofnana þess ásamt nemendum og kennurum Háskóla Íslands miðla af þekkingu sinni og taka þátt umræðum. Haldnir verða þrír fundir á hverju kennslumisseri Háskólans og eru þeir öllum opnir.

Á fyrsta Stefnumóti, föstudaginn 2.febrúar 2007, verður svifryk til umræðu undir fundarheitinu Hvað svífur yfir Esjunni? Stefnumótið fer fram í fundarsal Tæknigarðs, sem er á bak við Háskólabíó og hefst kl. 12:15.

Erindi:

Orsakir svifryks - Þorsteinn Jóhannsson jarðfræðingur og meistaranemi í umhverfis – og auðlindafræðum

Áhrif svifryks á heilsufar – Sigurður Þór Sigurðarson læknir

Aðgerðir stjórnvalda til að minnka svifryk – Ingimar Sigurðsson skrifstofustjóri umhverfisráðuneyti.

Að loknum erindum verða opnar umræður. Fundarstjóri verður Dr. Brynhildur Davíðsdóttir dósent og sérfræðingur við Stofnun Sæmundar fróða.

Hægt er að fá súpu og léttar veitingar á staðnum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum