Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. mars 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar 2007

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúarmánuð 2007 liggur nú fyrir. Þar sem uppgjörið nær aðeins til eins mánaðar er samanburður við fyrra ár háður óvissu vegna tilfærslu milli mánaða og á það jafnt við um tekjur og útgjöld. Þetta getur valdið óeðlilega miklum sveiflum í einstaka liðum.

Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 19,8 milljarða króna innan ársins, sem er 5,9 milljörðum hagstæðari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Þá er útkoman 5,1 milljarði hægstæðari en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Tekjur reyndust um 10,7 milljörðum hærri en í fyrra á meðan að gjöldin hækka um 2,7 milljarða. Hreinn lánsfjárjöfnuður er neikvæður um 10,3 milljarða króna en var jákvæður um 12,8 milljarða á sama tíma í fyrra. Viðsnúningurinn skýrist af kaupum ríkissjóðs á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar­bæjar í Landsvirkjun. Kaupin eru fjármögnuð annars vegar með 26,9 milljarða króna lántöku og hins vegar með 3,4 miljarða reiðufé.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar 2003–2007

(Í milljónum króna)

 

 

2003

2004

2005

2006

2007

Innheimtar tekjur

19.202

24.204

29.894

41.132

51.786

Greidd gjöld

19.485

24.737

25.338

25.508

28.206

Tekjujöfnuður

-283

-533

4.556

15.624

23.580

Söluhagn. af hlutabréfum og eignarhlutum

-

-672

-

-

-

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda

-3.359

-590

-1.901

-1.698

-3.794

Handbært fé frá rekstri

-3.642

-1.795

2.655

13.926

19.787

Fjármunahreyfingar

644

204

3.219

-1.077

-30.136

Hreinn lánsfjárjöfnuður

-2.998

-1.591

5.874

12.849

-10.349

Afborganir lána

-324

-17

-11.135

-4.049

-51

   Innanlands

-324

-17

-2.142

-4.049

-51

   Erlendis

-

-

-8.994

-

-

Greiðslur til LSR og LH

-625

-625

-

-330

-330

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

-3.964

-2.233

-5.261

8.470

-10.730

Lántökur

5.964

7.674

5.563

1.532

31.861

   Innanlands

5.979

8.012

-3.431

1.532

31.861

   Erlendis

-14

-338

8.994

-

-

Greiðsluafkoma ríkissjóðs

2.017

5.442

302

10.002

21.131

 

Innheimtar tekjur ríkissjóðs í janúar 2007 námu 51,8 ma.kr. og voru rúmum 10 ma.kr. eða 25,9% meiri en í janúar 2006.

Skatttekjur og tryggingargjöld námu 49,5 ma.kr. í nýliðnum janúar. Þau jukust um 38,4% að nafnvirði milli ára eða 29,5% umfram verðbólgu á sama tíma (þá er tekjuskattur lögaðila í janúar 2006 leiðréttur fyrir tilfærslu eindaga yfir áramótin). Skattar á tekjur og hagnað einstaklinga og lögaðila námu alls 30 ma.kr. og jukust um 17,8% milli ára. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga 8,7 ma.kr., tekjuskattur lögaðila 1,2 ma.kr. og fjármagnstekjuskattur 20 ma.kr. Fjármagnstekjuskatturinn jókst úr tæpum 9 ma.kr. í janúar 2005 í 13,5 ma.kr. í janúar 2006 og 20 ma.kr. nú, en innheimta hans fer að langmestu leyti fram í janúarmánuði ár hvert. Innheimt tryggingagjöld námu 3,6 ma.kr. og jukust um 15,7% milli ára, eða 5,0% umfram hækkun launavísitölu á sama tíma.

Innheimta almennra veltuskatta nam 14,6 ma.kr. í janúar og þar af nam virðisaukaskattur 10,6 ma.kr. Það eru mun hærri tölur en í janúar 2006 sem skýrist af því að innheimta virðisaukaskatts byggðist þá enn á tveggja mánaða tímabilum og sveiflaðist mikið milli einstakra mánaða. Ár er nú liðið frá lagabreytingunni og verður því auðveldara um vik við samanburð milli tímabila héðan í frá.

Tekjur ríkissjóðs janúar 2005–2007

 

Í milljónum króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

 

2005

2006

2007

Skatttekjur og tryggingagjöld

28.367

39.043

49.532

 

28,8

37,6

26,9

Skattar á tekjur og hagnað

16.492

25.445

29.976

 

35,2

54,3

17,8

Tekjuskattur einstaklinga

7.247

7.766

8.714

 

17,9

7,2

12,2

Tekjuskattur lögaðila

397

4.143

1.232

 

24,4

942,5

-70,3

Skattur á fjármagnstekjur

8.848

13.535

20.030

 

54,4

53,0

48,0

Eignarskattar

729

810

594

 

60,7

11,2

-26,8

Skattar á vöru og þjónustu

8.164

9.324

14.560

 

15,6

14,2

56,2

Virðisaukaskattur

4.908

5.370

10.560

 

11,9

9,4

96,6

Vörugjöld af ökutækjum

607

732

441

 

90,9

20,6

-39,7

Vörugjöld af bensíni

818

834

814

 

4,6

2,0

-2,5

Skattar á olíu

236

451

516

 

26,2

91,1

14,4

Áfengisgjald og tóbaksgjald

793

830

865

 

-2,5

4,6

4,3

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

802

1.107

1.364

 

38,7

38,0

23,2

Tollar og aðflutningsgjöld

236

295

748

 

-11,2

24,8

153,8

Aðrir skattar

41

57

56

 

.

39,2

-1,3

Tryggingagjöld

2.705

3.111

3.598

 

34,4

15,0

15,7

Fjárframlög

54

38

35

 

1.514,6

-29,6

-8,0

Aðrar tekjur

1.473

2.037

2.219

 

-2,7

38,3

8,9

Sala eigna

-0

14

-

 

-

-

-

Tekjur alls

29.894

41.132

51.786

 

27,0

37,6

25,9



 

Greidd gjöld nema 28,2 milljörðum króna og hækka um 2,7 milljarða frá fyrra ári eða um 10,6%. Mest munar um 0,9 milljarða hækkun almannatrygginga og 0,5 milljarða vegna almennrar þjónustu. Þá hækka greiðslur til heilbrigðismála um 0,4 milljarða króna. Veigamestu málaflokkarnir, heilbrigðismál, almannatryggingar og menntamál vega samtals um tvo þriðju af heildargjöldunum.

Gjöld ríkissjóðs janúar 2005–2007

 

 Í milljónum króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

 

2006

2007

Almenn opinber þjónusta

...

3.003

3.522

 

...

17,3

Þar af vaxtagreiðslur

2.191

512

499

 

-76,6

-2,4

Varnarmál

...

136

28

 

...

-79,5

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

...

820

1.130

 

...

37,8

Efnahags- og atvinnumál

...

2.590

3.491

 

...

34,8

Umhverfisvernd

...

210

224

 

...

6,6

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

...

43

32

 

...

-26,6

Heilbrigðismál

...

7.110

7.489

 

...

5,3

Menningar-, íþrótta- og trúmál

...

1.422

1.675

 

...

17,8

Menntamál

...

4.545

4.693

 

...

3,3

Almannatryggingar og velferðarmál

...

5.161

5.325

 

...

3,2

Óregluleg útgjöld

...

468

599

 

...

28,0

Gjöld alls

25.338

25.508

28.206

 

0,7

10,6



 

Lántökur námu 31,9 milljörðum króna á móti 1,5 milljörðum í fyrra. Þar munar langmest um áðurnefnda 26,9 milljarða lántöku vegna kaupa á Landsvirkjun. Þá voru 0,3 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Handbært fé ríkissjóðs jókst um 21,1 milljarð króna í janúar 2007.

Reikningsskil ríkissjóðs grundvallast á lögum nr. 88 1997 um fjárreiður ríkisins sem komu fyrst til framkvæmda við gerð fjárlaga og ríkisreiknings fyrir árið 1998. Í hverjum mánuði er tekið saman uppgjör fyrir ríkissjóð eins og það liggur fyrir í reikningshaldinu við lok hvers mánaðar.

 

Mánaðaruppgjör ríkissjóðs tekur gagngerum breytingum frá ársbyrjun 2007. Hingað til hafa uppgjör ríkissjóðs innan ársins takmarkast að mestu við fjárhag ríkissjóðs í þröngum skilningi. Tekjurnar hafa að stærstum hluta miðast við innheimtar tekjur ríkissjóðs og gjöldin við innkomna reikninga stofnana í greiðsluþjónustu og bein framlög ríkissjóðs til ríkisstofnana sem annast sjálfar sitt reikningshald og til aðila utan A-hluta. Breytt uppgjör frá ársbyrjun 2007 felst í því að lesið er beint á stöðuna í bókhaldi allra ríkisstofnana uþb 20. næsta mánaðar á eftir. Á þann hátt fæst mun fyllri mynd af raunverulegri stöðu ríkissjóðs, ráðuneyta og ríkisstofnana hverju sinni.

Ný upplýsingakerfi ríkisins gera kleift að draga slíkar upplýsingar fram með reglubundnum hætti. Um það bil 90% af reikningsliðum ríkissjóðs eru færðir í fjárhagshluta kerfisins og eru þær upplýsingar jafnan aðgengilegar í gagnagrunni þess. Ríkisstofnunum sem nýta önnur bókhaldskerfi ber að skila mánaðarlegum upplýsingum til Fjársýslunnar eigi síðar en 20. næsta mánaðar og eru þær síðan fluttar vélrænt inn í fjárhagskerfi ríkisins. Ætla má að í byrjun verði vissir örðugleikar við að afla gagnanna og þarf að koma góðu skipulagi á öll verkferlin sem þessu tengjast á árinu 2007. Jafnframt verður gert átak á árinu 2007 til að fylgja því eftir að stofnanir uppfæri bókhald sitt með reglubundnum hætti innan ársins. Þannig fæst jöfnum höndum marktækur mælikvarði á fjármál einstakra A-hluta aðila og hvort þau samræmist þeim áætlunum sem unnið er eftir.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum