Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. mars 2007 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Styrkir handa erlendum vísindamönnum til rannsókna í Frakklandi

Umsóknarfrestur er til 25. apríl 2007.

Franska ríkið og héraðsstjórn Ile-de-France bjóða alþjóðlega viðurkenndum erlendum vísindamönnum styrki til rannsókna við franskar vísinda- og rannsóknastofnanir í París/Ile-de-France. Um er að ræða fimm styrki til allt að 12 mánaða sem dreifa má yfir tveggja ára tímabil. Umsækjendur skulu leita samstarfs við mennta- eða vísindastofnun í París/Ile-de-France og þurfa forstöðumenn þeirra stofnana að skila inn umsóknum til Fondation de l´École Normale Supérieure fyrir 25. apríl 2007. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu og á veffanginu: www.chaires-blaise-pascal.org

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum