Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. apríl 2007 Innviðaráðuneytið

Verðlaun fyrir verkefni á sviði rafrænnar stjórnsýslu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýsir nú í þriðja sinn eftir upplýsingum um góð verkefni á sviði rafrænnar stjórnsýslu innan ESB og EES. Um er að ræða spennandi tækifæri til að koma á framfæri því sem vel hefur tekist og jafnframt að kynnast því besta sem verið er að vinna að á þessu sviði í Evrópu.

Veitt verða verðlaun í eftirfarandi fimm flokkum:
1. Bætt opinber þjónusta sem stuðlar að hagvexti og fjölgun atvinnutækifæra
2. Opin stjórnsýsla og þátttaka í lýðræðislegum ferlum
3. Þjónusta sem eflir félagslegt umhverfi og félagslega samheldni
4. Árangursrík og skilvirk stjórnsýsla, minni skriffinnska
5. Fyrirmyndarverkefni sem líkleg eru til að hvetja aðra til dáða

Verðlaunin verða veitt á ráðherraráðstefnu um rafræna stjórnsýslu sem haldin verður í Lissabon 19.-21. september 2007.

Umsóknartímabil er frá 1. apríl 2007 til 1. júní 2007. Allar opinberar stofnanir, ráðuneyti, ríkisstofnanir og sveitarfélög hafa heimild til að senda umsóknir. Aðeins skal senda inn lýsingu á verkefnum sem eru í rekstri, ekki reynsluverkefnum (Pilot Projects) eða rannsóknarverkefnum.
Frekari upplýsingar má finna á eftirfarandi síðum:

http://epractice.eu/

http://epractice.eu/index.php?page=fix&p=3&menu=2

http://epractice.eu/extras/eGov_Awards_leaflet.pdf

http://ec.europa.eu/egov/



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum