Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. apríl 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Nýtt húsnæði Blóðbankans vígt

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra vígði í dag nýtt húsnæði Blóðbankans, sem hefur búið undanfarin ár við þröngan kost við Barónsstíg. Nýja húsnæðið er að Snorrabraut 60, þar sem leigt hefur verið 1650 fermetra rými á þremur hæðum, sem mun gjörbreyta allri aðstöðu bankans, bæði blóðgjafa og starfsfólks.

Nýlega hafa gengið í gildi evrópsk ákvæði um starfsemi blóðbanka sem miða að auknu öryggi blóðþega. Blóðbankinn mun gegna mikilvægu samhæfingarhlutverki í þessu sambandi og annast þjónustu við allar heilbrigðisstofnanir hér á landi, sem þurfa á blóði að halda fyrir sjúklinga sína.

Í ræðu sinni minntist ráðherra á hið mikilvæga hlutverk Blóðgjafafélagsins og hið fórnfúsa framlag meðlima þess, en virkir blóðgjafar munu vera um 10.000. Þakkaði hún ómetanlegt sjálfboðastarf blóðgjafa í þágu sjúkra á Íslandi.

Fyrsta blóðgjöfin í hinu nýja húsnæði mun eiga sér stað 7. maí nk.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum